SUNNUDAGUR!

 

vaknaðu í morgun... og það þyrmdi svona hressilega yfir mig, fékk þennan stress hnút í magan og fannst ég vera að gleyma einhverju.... en ekkert sem að ég mundi eftir, kom fram og jú fattaði alveg hvað það er sem þyrmir svona yfir, jólakortin lágu á borðinu, óskrifuð, og það var það sem framkvæmdi þennan hnút, finnst ég eiga svo mikið eftir áður en ég fer út, ekki nema 22 dagar í brottför og á eftir að gera ALLT fyrir jólin og margt sem þarf að huga að þegar að maður er að fara í svona langan tíma. bankamál, tyggingar, kveðja vinir og vandamenn, pakka niður, þvo, kaupa allar jólagjafir, pakka þeim inn, koma þeim til vandamanna, vinna, vinna ,vinna og allt þetta daglega. en þetta klárast voandi allt fyrir rest, ég fer allavegana út hvort sem ég klára þetta eður ey.

ákvað í gær að skella mér í IKEA leiðangur og versla smá svona jóladót, henti því svo upp í gærkveldi, aðalega í gluggana, æj langaði svo að hafa smá jóló hérna í kópavoginum áður en ég fer.. en mál málanna eða réttara sagt mál dagsins:

Chelsy Davy sagði Harry Bretaprinsi upp í vikunni eftir nærri þriggja ára samband. Að sögn Chelsy var það áhugaleysi prinsins og ærslafullur lífstíll hans sem varð sambandinu að aldurtila. Kornið sem fyllti mælinn var þegar prinsinn ákvað frekar að fara á ruðningsleik í Frakklandi með vinum sínum heldur en að mæta í afmæli Chelsy.

Chelsy sagði Harry upp í gegnum síma en prinsinn er nú staddur í Afríku vegna góðgerðarmála. Að sögn breska dagblaðsins News of the World hefur sambandsslitið tekið verulega á sálarlíf Chelsey.

Harry virtist þó ekki vera lengi að jafna sig en hann sást á næturklúbbi í London á föstudaginn með brúnhærðri stúlku sér við hlið.

 ætla að vona samt að allir sé rólegir þótt að þetta sambandsslit hafi átt sér stað...... hehehe

verið góð hvert við annað og látið jólastressið ekki buga ykkur, eins og það ætlaði að gera við mig:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband