27.10.2009 | 18:22
Lífið í Jeddah-Sádí Arabíu
Lífið í Sádí Arabíu!
Jæja kæru vinir og vandamenn, nær og fjær.
Þá er komið að fyrsta blogginu frá Sádi...
Núna er rúm vika síðan við komum hingað niðureftir og marg hefur verið brallað á þeim tíma, það var ekki fyrr en í gær sem fyrsta flugið okkar byrjaði en fram að þeim tíma voru flugmálayfirvöld hér í Jeddha að yfirfara vélarnar okkar og fá fyrir þær ,,arabískt flugrekstrarleyfi" en það er komið og ekkert eftir nema að byrja fyrstu Hajj flugin, síðustu 5 daga hef ég verið á standby en í dag er síðasti standby dagurinn svo kemur 2ja daga frí, þá daga skal nýtt í hið ýtrasta að vera á ströndinni sem er í 40 mín akstri frá Holiday inn Al Salam hótelinu sem við búum á.
Síðan kemur flugtörn en það er 3,4,5,6 nóvember þá fer ég til Algeria ( Alsír ) í afríku og þar eru alltaf næturstopp ( en það eru 24 tíma stopp) svo við höfum góðan tíma til þess að skoða okkur um og þessháttar, svo koma flugin hver á fætur öðrum á hina ýmsustu staði veraldarinnar, en þó er það aðallega Afríka, Saudi Arabia og Egyptaland.
Ferðalagið hófst allt í Keflavík að morgni 17 okt 2009 þegar við ,,fallegi" hópurinn fórum til London Gawick, þar vorum við í eina nótt og síðan var flogið til JED (Jeddah) og höfum við verið síðustu dagana að koma okkur fyrir og venjast lífinu hér.
Lífið hér er skrítið, ekki það sem við eigum að venjast á okkar fagra landi.
Það hefur verið smá svona hvað skal maður kalla ,,hnökrar" fyrir kvennpeninginn, en þær eru skikkaðar til þess að klæðast svokölluðum ABAYUM, en það er ekki ósvipað og nunnudress, allar al-huldar frá toppi til táa... en það er svona að venjast um þessar mundir. Þær mega ekki nota sundlaugina á hóteli né líkasræktarsalinn..... svo það var svona fyrst til að byrja með stór skeifa á þeim flestum... en það hefur nú rofað til að mestu.
Hér er búið að vera mikill hiti eða svona um rúmar 40 gráður á daginn og svona 33-35 stig á kvöldin ( sem er ljúft get ég sagt ykkur).
Ég og Ormundur skelltu okkur niður í bæ og keyptum okkur ,,fermingarkjóla hvíta", viskastykki og viftureimar, svona eins og ekta arabar eru í.... mjög svo flott outfit á þessu öllu saman, svo fylgdu hinir íslensku drengirnir á eftir og erum við nú allir komnir í þetta....vorum einmitt í gærkveldi allir saman í ,,dressunum" okkar og vöktum mikla lukku;) ég fékk einn innfæddan araba til að kenna mér að nota viskastykkið og troða viftureimini rétt á kollinn.. held að bretarnir séu hálf abbó út í okkur... heheheheh
Í síðustu viku skelltum við okkur nokkur saman í Air Atlanta partý á compundinn þeirra sem heitir assam og er rétt við flugvöllinn hér í borg, það var heljar stuð á okkur og gaman að sameinast aðeins með þeim....
Í síðast liðinni viku tókst mér einnig að fara smá á kostum hér á herberginu mínu, en það var fyrsta daginn er ég var að koma mér fyrir, skellti öllu úr töskunum og setti í skápa, fann ég ekki þessa dýryndis fallegu mottu liggjandi í einni hillunni, og að því sem ég best fann út þá var þetta falleg rauð baðmotta.... henni var kyrfilega komið fyrir á baðgólfinu með hinni mestu ánægju......... EN.........STÖLDRUM NÚ AÐEINS VIÐ........ hún var svo sannarlega ekki ,,BAÐMOTTA" heldur bænamotta..... svo henni var pent pakkað saman og komið fyrir aftur inní skáp og ,,MANUALLINN" (mín orð yfir arabísktutestamentin) eða hvað það nú heitir alltsaman var einnig komið þar vel fyrir og fá þau að dúsa saman þar á meðan ég dvel hér í arabalandi........
Svo erum við búin að fara nokkrar ferðir í súkkið sem er miðbærinn hér í Jeddah og er hann svona eins og gott ,,slum" gettó..... en vá hvað ég er að fíla það í botn.... bara gaman, prútt og þessháttar stemning.
Hér fara fram 5 bænastundir á dag..... eða að því sem ég best veit... kannski ekki vaknað við öll bænaköllin, þá er öllu lokað og fara allir að biðja og kyssa mottur!!!!
Mjög spes, en engu að síður mjög spennadi að sjá.
Svo fer að styttast í útskrifina mína en hún verður 19. des frá FÍV, þegar Arna systir fer og sækir stúdentsskýrteinið mitt, þar sem ég verð enn hér í Sádí, svo það verður gaman að útskrifast héðan frá Jeddah, er svona að gæla við að halda smá útskriftaveislu hérna og bjóða samstarfsfólki og vinum í smá teiti;).....
Læt þetta duga að sinni, verið góð hvert við annað og farið varlega.
Ykkar pílagrími,
Palli
Athugasemdir
Vá þvílíkt ævintýri...öfunda þig af öllu nema fluginu. Fyndið með bænamottuna. Hvað með að setja inn aðeins af myndum svo við getum skoðað eða má ekki taka myndir?
Garún, 28.10.2009 kl. 14:22
hehehe er með myndir á facebook, það er svo erfitt að setja inn myndir hérna því að tengingin er svo HÆG!!!! en það eru komnar nokkrar á feisið;)
Palli (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.