Allt breytt, nýjir tímar.......

jæja það er nú komið langt síðan síðast......

já það hefur margt breyst frá því síðast... lífið tók stakkaskiptum, byrjunarreiturinn endurtók sig....

ég skaust til Kanarí í þarsíðustu viku til að líta á ástandið sem að hefur hertekið okkur íslendinga, og heimsbyggðina alla. Það var svo dýrt að fara út þ.e.a.s. vegna gengisins að ég varla þorði að draga andann.

ýmislegt hefur hækkað úti í takt við ástandið, og er mjög óhentugt fyrir mig að vera úti í vetur þar sem að ég fæ mín laun borguð út hér á íslandi og þarf síðan að breyta þeim yfir í evrur, þegar að ég flutti fyrst til spánar árið 2006 til að stunda nám við spænsku þá var evran 73, síðan þegar að ég flutti til Kanarí í fyrravetur þá var hún komin í 86, nokkuð gott verð á henni þá, þá var maður líka hálaunaður úti. Þegar að ég kom síðan heim í apríl á þessu ári þá var blessunin komin í 130, og þá fannst manni hún svaka há og maður var farinn að finna mun á útgjöldum, síðan fór ég að vinna á costa del sol í haust og þá var hún svona um 130 þegar að ég fór út og var eitthvað í rúmum 150 þegar að eg kom heim, þegar að ég fót út um daginn þá var hún komin í 176, svakaleg breyting á skömmum tíma.

en það hefur nú verið ákveðið að ég muni bara vinna úti frá miðjum des fram í janúar, og er ég mjög leiður yfir því, en svona er þetta það er samdráttur sem að er óhjákvæmilegur, var svo sem búinn að búa mig undir þetta. Farþegafjöldin hjá okkur er að fara úr 800 manns á viku niður í svona kannski 100, sem að er gríðarlega mikil munur frá því sem áður var, en vonandi er þetta tímabundið og lagast þegar að gengið hefur sigið og allt kemst á réttan kjöl.

En ég mun vera á Herjólfi í vetur, og er ég voða ánægður að vera kominn aftur á heimaslóð eftir smá pásu frá honum, en ég ,,hætti" þar þegar að ég fór út en þá hafði ég verið að sigla og fljúga til skiptis og var það mjög röff á köflum en óendanlega gaman líka, þegar að maður var að lenda um 4 eða 5 á nóttu eftir löng sólarlandaflug, og jafnvel búinn að fara hálfan heiminn og svo beint á sjóinn, stundum var maður ekki alveg með á nótunum og eitt skiptið þá var ég að koma úr Tyrklandsflugi og svo á ég að mæta kl 11 í þorlákshöfn til að fara að vinna á Herjólfi, ég legg af stað að heiman rúmlega 10 þann morguninn, lenti rúmlega 4 þá nótt, ég legg af stað og þegar að ég er kominn hjá Álverinu í straumsvík þá fatta ég að ég er svo ekki á réttri leið ég átti að vera á leið til Þorlákshafnar en ekki til Keflavíkur... hahahah smá tæknileg mistök en það kom ekki á sök og var ég kominn á réttum tíma í Þolló.... En síðan hætti ég já eins og ég sagði á Jólfinum og fór út að vinna við fararstjórnun.
en hef verið meira og minna að leysa af á Herjólfi þennan tíma sem ég var ,,hættur" þar.

en finnst voða gaman að vera kominn aftur og hitta allt frábæra fólkið sem að ég er að vinna með þarna og hitta gömlu góðu farþegana mína.

Finnst líka svo gaman að vera í þessum störfum mínum, mörgum sinnum er ég að lenda í því að vera búinn að sigla með fólk, fljúga með fólk og svo að vera fararstjórinn þeirra.

Hitti einmitt Rúnu og Henna Heildsala á Kanarí um daginn og vorum við að hlæja af því að ég sigldi með þau í fyrra til Þolló, morguninn eftir þá var ég að vinna á fluginu þeirra til Las Palmas á Kanaríeyjum, en þetta hefur gerst óteljandi sinnum, og fyndnasta var atviku um borð í Herjólfi þegar að ég hafði verið að fljúga köben deginum áður með konu en daginn eftir er ég mættur í herjólf, hún stendur heillengi og horfir á mig í teríjunni og spyr mig svo hvort að ég eigi tvíburabróður, ég horfi og hana og hlæ nei ég var að fljúga með þig í gær, hún varð svo hissa og vissi ekki alveg hvernig þetta væri hægt...... heheheheh bara gaman að þessu....

en læt þetta duga í bili.
var að koma af sjónnum og það er skóli í fyrramálið en er að klára smá gamlar syndir og leggja lokahönd á stúdentinn og undirbúa mig fyrir háskólanámið sem ég er að hugsa um að fara í.

kveðja á ykkur öll, og verið góð hvert við annað.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ekkert að gera hjá þér frekar en venjulega .
Alltaf gaman að lesa hjá þér bloggið.
Hvað á að leggja fyrir sig í háskólanum?

Aðalsteinn Baldursson, 26.11.2008 kl. 01:09

2 identicon

Hæ hæ farðu nú að drífa þig í skólann, því að það er aldrei eins gaman í tímum eins og þegar þú ert í þeim.

Hlakka til að sjá þig.

Kveðja Maja

Maja pæja (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Páll Magnús Guðjónsson

stefnan er tekin á BA í spænsku og BA í félagsráðgjöf....

jú Maja ég kem á miðvikudaginn, er svo mikið að vinna núna á honum Jolla......... eg stóla bara á að þú sért á fullu að taka niður glósur fyrir mig....HAHHAAH

Páll Magnús Guðjónsson, 27.11.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband