uppgjör vetrar:)

Já heil og sæl öll, til sjávar eða sveita, borga eða bæja.

Þá er komið að uppgjöri frá síðast, en já semsagt þá eru um 2 vikur frá því að ég koma heim og helti mér í vinnu á herjólfi, en er að klára núna mið og fimt þar og þá er ég farinn aftur heim í kóp, er að fara á námskeið 21-25 og svo 28 apríl. Er að taka endurmentun á 757una og svo er ég að taka líka réttindi á 737. Svo er árshátíð Iceland Express á næsta leyti en hún er laugardaginn 26. apríl......það verður nú flottJ

 

En já bloggaði síðast frá kanarí fyrir svoldið löngu síðan, en já síðustu dagarnir voru yndislegir um 30 stiga hiti og sól, fór á ströndina daginn áður en ég kom heim með henni Valý og fórum við á strönd sem heitir Amadores, sem er rétt hjá Puerto Rico, en komum þanngað árla dags og ætluðum að eyða deginum þar, síðan þegar að sú ferð var á enda komin áttti að fara upp í bíl..... en viti menn hann var HORFINN......við löbbuðum og löbbuðum og fundum hann ekki, ég segi við Valý, hann var lagður hér....

Hmmm já hún var mér nú sammála en hvar er hann þá??????, mér er litið upp og sé þá að þar sem bíllinn átti að vera var ekki merki eða neitt sem gaf til kynna um ólöglega lagningu.... en stæðið við hliðina var með skilti sem var merkt fatlað stæði en skiltið átti þá við stæðið mér við hlið....... eða ég HÉLT það.....eða VIÐ héldum það, þetta var too good to be true að þetta stæði væri laust þarna um morgunin og 100 önnu stæði laus (bara aðeins lengra). En þá átti merkið við næstu stæði líkaL já hva áttum við að vita það, það var ekki neitt málað á götuna eða neitt...... En þá hóft mikil leit af bílnum, fórum og spurðum þarna starfsmann á ströndini hvar bílinn okkar gæti hugsanlega verið því að ,,GRUAN” hafði tekið hann, en GRUA er svoan eins og VAKA.. Hann sagði okkur að annaðhvort hefði hann verið færður á stöðina í Puerto Rico eða Mógan.... helv.... djö... hugaði ég með mér, leigubíla röðin var svona 528 metra löng og EKKERT AÐ FRÉTTA af gang mála þar..... sá ég tvo gaura vera að fara í bílinn sinn og ég segi við Valý ég ætla aðfara og spurja þá út í þetta allt með hvert er farið með bílana, fór að talaði við þá og þeir sögðu það sama og hinn kallinn... og tók ég þá upp smá hæfileika frá LEIKFÉLAGI VESTMANNAEYJA og varð ofsa hissa á þessu öllu saman og varð skyndilega orðinn túristi á Kanarý..... og vissi ekkert hvar þetta var og ble.... þá segir annar þeirra og eruði þá ekki á bíl, NEI HANN VAR TEKINN.... æjæj segir hann við skulum bara skutla ykkur þanngaðJ ofsa var ég sorgmæddur yfir því (NOT) og þáði það með þökk, þegar að stöðinni var komin var búið að loka..... GARRRRRG.... en það var einn kall þarna semer að vinna hjáþessu fyrirtæki og hann hringdi eitthvert til að það yrði opnað fyrir okkur... það átti að taka 10 mín en urðu 45 mín... so kom LÖGGU kallinn... ómfg( ó mæ fokking guð)... hinn kallinn hafði sagt okkur að það færi eftir hver kæmi hvað við þyrftum að borga.... og auðvitað fegnum við leiðinlegasta manninn norðan, sunnan, vestan  ALPAFJALLANNA...... hann ætlaði að rukka okkur 149 Evrur. Við áttum ekki svona mikinn pening á okkur í peningum, hann tók ekki kort og hraðbanki var ekki á næsta leyti. Hvað eigum vuð nú að gera Valý... við erum í djúpum niðurgangi..... hmmmm........ við fórum að semja sögu, það var semsagt sögustund Valýar og Páls, og honum var svo hjartanlega andsk... sama um söguna okkar.. þá datt okkur í hug að Auður sem er aðvinna með okkur er með resideciu semer búsetuleyfi og þá fær hún góðan afslátt af þessu öllu saman, ahnn vildi fá hana í leigubíl til okkar eða við yrðum að koma aftur næsta dag, en Auður mátti ekki leysa hann út eftir alltsaman því að VIÐ erum með bílinn á okkar nöfnum.... DEMIT, hvað gerum við þá, jæja þá hófst önnur umferð af spuna og framleiðslu DRAMA... við reyndar áttum að mæta út á völl eftir 2 tíma til að skila af okkur farþegum.... en við breyttum því bara í klukkutíma og þá sagði hann komið þá bara á morgun og græjið þetta en þið fáið ekki bílinn núna...... GARGGG þarna var páll orðinn að indverja og Valý öll að hamast við að reyna að framleiða tárJ og þá segjum við, heyrðu vinur við erum að fara heim til íslandi snemma í fyrrmálið og það er ekki að ganga upp, ég er með 40 evrur í vasanum og það er aleigan mín.... hann hugsar sig um þarna og hummar eitthvað, SKO ÉG MÁ EKKI GERA ÞETTA ENNNNN...... já en hvað...... ókey ég geri þetta eins og þið séuð með residenciu og þá kosta þetta 37 EVRUR............ vá hvað við erðum hamingjusöm... shittJ

Við fengum bílinn fyrir rest og greiddum ekki nema 37 í stað 149, ekki neinnsmá  góður díll en samt dýrt því að eins og við sögum við löggu kallinn þá var þetta ekki merkt eins og það á að vera.....en hvað um það, helv.... klíóinn laus allra mála frá löggunni og ekkert eftir nema að aka heim á leið....... úff en vá hvað við hlæjum að þessu í dag, en ég get sagt ykkur að við hlógum EKKI þegar að við vissum hvaðþetta ÁTTI að kosta..... því get ég lofað ykkur...

 

Svo leið síðasti dagurinn, var að vinna fram til kl 19 um kvöldið þann dag og fórum svo í lofti kl 1920 frá Las Palmas.

 

Kom heim í snjókomu og geðsjúkan kulda.... ma og pa náðu í mig á völlinn.... svo daginn eftir var ég á útopnu að máta nýja júníformið sem express er að fara að taka upp og gera og græja þvo þvott og alles, svo fór ég til eyja og beint á jolla minn og er búinn að vera þar síðan en það fer að klárast, er bara að LEYSA af þar í 3 vikur svo er það námskeiðið, svo reyndar kem ég á jolla í viku í byrjun maí og svo fer ég í mokkup í londin fyrir 737 vélina og svo byja ég að fljúga 12 maí.

 

Síðan er það vonandi bara Kanarí aftur í OKT-APR,

                                                                                                                      

En þessi vetur hefur verið mér sem hinn mesti skóli og mjög lærdómsríkur, en á köflum mjög mjög erfiður eins og gengur og gerist í þessu starfi að þá er þetta ekki dans á rósum og sólbað, en maður átti jú sinn frídag í viku og þá auðvitað nýtti maður hann til skemmtihalds, ströndina, keyra um, slappa af eða hvað eina sem okkur datt í hug.

  

En ætla að láta þetta duga í bili, bólið bíður eftir mér og augun farin að biðja um kvíld.

 

Munið svo að vera góð við hvert annað

MUNIÐ að KOMMENTA.

 

Your´s Palli      muna svo strondumekki.is allir að setja nafn sitt þar:)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Páll Magnús, þetta er svaka fín saga frá hunda eyjum, ég setti nafnið mitt á listann hjá Magnúsi Kristins, kær kveðja. 

Helgi Þór Gunnarsson, 21.4.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Gúnna

Hæ Palli minn - þetta er engin smá lesning - já ég er nú ekki hissa á að þið skulið vera kát með að hafa bara þurft að borga 37 evr. Samt fyndið - maður verður alltaf svo glaður við svona - eins og þegar maður kaupir eitthvað og kemst að því að það er á tilboði, híhí.

Kannski fer maður að rekast á þig í Leifsstöð núna eftir 12. maí. Hafðu það gott kallinn minn og gangi þér vel á námskeiðunum.

knúsíknús.

Gúnna, 24.4.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband