17.1.2008 | 23:01
Bensínið hér kostar 0,80 cent
Kalla eftir lækkun á eldsneyti
ég er nú búsettur á kanarý eyjum og bensínið hér kostar 0,80 cent líterinn, ekki einusinni 1 evra þetta er um 70 krónur íslenskar fyrir lítrann, afhverju er ekki hægt að lækka þetta á íslandi, víst að þaðer hægt hér??? maður bara spyr, þetta er næstum 50% munur..... HALLÓ, það kostarmig að fylla bílinn minn hér 30 evrur... sem myndi kosta 5000 kr á íslandi, djöfull er þetta skýtt.
Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda undrast seinagang olíufélaganna við að lækka eldsneytisverðið þrátt fyrir lækkanir á heimsmarkaði. Í frétt á heimasíðu samtakanna segir að Olíufélögin hafi verið skjót að taka við sér þegar verðið hækkaði í byrjun janúar. Nú þegar verðið hefur lækkað um 100 bandaríkjadali á hvert tonn af bensíni bólar hins vegar ekkert á lækkunum.
Þann 3. janúar sl. þegar umrædd hækkun varð hér á landi var heimsmarkaðsverðið á bensíni í 874 Bandaríkjadölum tonnið," segir í fréttinni. Í dag, 17. janúar, nákvæmlega tveimur vikum síðar, er bensíntonnið á heimsmarkaði komið niður í 774 Bandaríkjadali. Íslenska krónan hefur vissulega verið að veikjast á sama tíma en uppreiknað í kostnað á hvern lítra miðað við gengið þann 3. janúar og aftur í gær, þá hefur kostnaðarverð á hvern lítra lækkað um ríflega 3 krónur."
Þá er bent á að dísilolían hafi á sama tímabili lækkað um 2,50 krónur á hvern lítra, að teknu tilliti til gengis krónunnar. Eðlilegt er því nú að spyrja hvað það er sem tefur íslensku olíufélögin?," segja FÍB menn og bæta við:
Við síðustu verðhækkun héldu talsmenn þeirra því fram að eðlilega væri útsöluverðið hér í samræmi við kostnaðarverð á heimsmarkaði. Telja stjórnendur olíufélaganna þá að það eigi bara við þegar heimsmarkaðsverð hækkar en alls ekki þegar það lækkar?" (koperað af visi.is)
Athugasemdir
sæll palli min gaman að sjá að þú hugsar til okkar á íslandi, hafðu nú gaman þarna úti, góðar kveðjur frá snjónunm í eyjum:D
Guðjón örn sigtryggsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.