26.11.2007 | 22:31
FRÍ Tungumálakennsla!
Tungumálakennsla í boði KFC/TACO BELL
Fór í gær á KFC/TACO BELL í Hafnafirði, tók mér smá tíma í að panta, þ.e.a.s hvað mig langaði að bragða á þeirra ,,dýrindis matseðili... látum okkur nú sjá, fyrir valinu í þetta skiptið var nr. 5. og svo Quesadilla svona í eftirrétt. Gott og vel, ég borga og fæ mitt númer og happanúmer dagsins var 283. ég fékk mér sæti og beið, síðan er kallað upp númerið mitt. Þar sem að ég er að þeirri kynslóð að skilja ensku þá gat ég fylgst með, heyri gaspað yfir allt number 283. well thats mine.... ég stend upp og svangur geng að borðinu og næ í minn mat, svo gegnur þetta áfram, stundum kallað í tví og þrígang upp pantanirnar. Svo kemur nr 231, það er kallað og kallað og kallað og enginn kemur, mér er farið að lítast yfir salinn og enginn virðist sakna matar síns, nema jú kannksi þessi rosknu hjón sem sita þarna svo hugfangin og eru greinilega að bíða. Aftur kemur kall 231 og það eins og öll hin skiptin kallað á ensku, og engin kemur. Ég sé svo að þessi heldri hjón eru nú farin að lengja eftir matnum sínum, sé að frúin stendur upp og gengur að borðinu og fer að ath með matinn, lendir þarna á íslenskri starfsstúlku og spyr um matinn sinn, jú hann er þarna segir hún. Konan þakkar fyrir og tekur matinn, en konu greyjið hafði ekki hugmynd um að matur þeirr hafði staðið þarna í á 7 mínútu.
Hvað er í gangi í þjóðfélaginu? Ég bara spyr, það er lágmark að útlendingar sem koma til landsins kunni að telja upp á 10, bjóða góðan dag og þakka fyrir, það er ekki verið að biðja um meira svona í byrjun þar sem það tekur sinn tíma að komast inní nýtt tungumál. Af fegninni reynslu þá skil ég þetta fólk ágætlega en ég persónulega lærið strax að bjóða góðan dag/kvöld og þakka fyrir mig, telja upp á 10, svo kom hitt fljótt. Það þarf ekki að kalla upp tvöhundruð þrjátíu og einn, nó að segja tveir þrír einn. Það skilst alveg fullkomlega. Hitt kemur svo fljótt, ég geri það sjálfur þegar að ég fer í bónus eða á þessa staði þá fer ég ekki í enskuna nema í neyð, nota mitt tungumál og það er þeirra að skilja það, fór í bónus um daginn og endaði með að labba út tómhentur, reyndi að tala við starfsmann þar fyrst á íslensku og svo á ensku en hún skildi ekkert, tautaði bara stanslaust verslunastjóri, verslunarstjóri, sem ég fann ekki því að hann hefur löngu löngu verið búinn að hlaupa í felur því að þetta er eina orðið sem að útlendingar læra...... hvað er í gangi, ég sjálfur er að flytja í annað land eftir 9. daga, og það í spænskumælandi land, það er mitt mottó að nota ekkert annað en spænsku og ef ég ekki kann það sem ég er að segja eða biðja um þá reddast það, benda eða þá hið vinsæla táknmál. En enska er ekki notuð. Flutti út til Spánar í maí 2006 og bjó þar sumarið 2006, bjó í Malaga, Costa del sol, og þar er nánast engin enska töluð þá var það bara upp með orðabókina og læra, tók þetta með trukki, alltaf spyrjandi og þýðandi, og gekk svonalíka vel, orðinn MELLUFÆR í málinu og er að fara út núna eftir 9 daga að starfa sem fararstjóri á Cran Canaria næstu 5 mánuðina og verðu sá tími nýttur til að bæta við orðaforðann. Svo er það aftur í 40.000 þúsund fetin í apríl hjá mínu yndislega fyrirtæki Iceland Express.
En mæli nú með að allir skelli sér á KFC/TACO BELL í ensku kennsli, borgar fyrir matinn og fær enskukennslu í kaupæti, how good is that!
Hasta luego...
Páll
Athugasemdir
Já, elsku Palli minn - blákaldur íslenskur veruleiki. Mér finnst reyndar gaman að lesa þessar pælingar hjá þér, unga manninum. Það segir etv. sína sögu um það hvað þú er "gömul" sál og mikill pælari.
Fór sjálf á Ruby Tuesday með fjölskyldunni í gærkvöldi og við fengum hálf kaldan mat (ekkert númerakerfi þar) og lélega þjónustu :(
Hvernig heldurðu að íslensku "gestirnir" okkar í háloftunum myndu taka því ef enginn talaði íslensku við þá? Hafðu það gott í "countdowninu" Knúsíknús.
Gúnna, 27.11.2007 kl. 00:15
Heyrðu, lenti í þessu sama. Fór í krónuna út á granda, gekk að 7 starfsmönnum til að spyrja um eitthva og fékk alltaf No æslendic.. takk fyrir ÉG HEFÐI NÚ GETAÐ SAGT MÉR ÞAÐ SJÁLF gargaði ég á þann 7, greyis kallin.. hehe
steinunn (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 06:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.