24.11.2007 | 13:00
Fíkniefnasprautur á almenningssalernum!!!!!!!!
Fékk þetta sent í e-maili og fannst nauðsynlegt að aðrir fengju að lesa þetta líka.
Guðmundu rannsóknarlögreglumaður:
Ástæða þessa erindis míns kemur ekki til af góðu en ég tel rétt að
allir fái að vita af þessu og hafi til hliðsjónar.
Ég fór í fíkniefnaleit með hundinn minn í ónefndan verslunarkjarna og
eðli málsins samkvæmt beindist sú leit mikið til að
almenningssalernum sem þar eru. Það sem vakti athygli mína var það
að hundurinn minn sýndi 3 klósettrúlluhöldurum áhuga og var
klósettpappír inni í þeim öllum. Ég benti öryggisverðinum sem fylgdi
mér á þetta og sagði hann mér að það hafi komið þó nokkrum sinnum að
starfsmenn sem vinna við þrif hafi fundið notaðar sprautur og nálar á klósettunum eftir fíkniefnaneytendur og þá hafi einnig komið fyrir að áðurnefndir fíkniefnaneytendur hafi, eftir að
hafa sprautað sig, stungið nálunum upp í gegn um klósettrúllurnar til
að hreinsa þær og þannig skilið eftir örlitla blóðbletti í ónotuðum pappírnum. Þetta vakti með mér óhug og spurningar og mér finnst rétt að þið vitið af þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.