vangaveltur eftir miðnætti:)

sko vangaveltur út og suður, en er maður ekki alveg ílagi?? er að væblast með 2 bloggsíður eina hér og svo eina á 123.is
hér er svo mikið hægt að kommenta og kynnast alveg yndislegu fólki(alveg með 1 bloggvin) en það vonandi kemur. hér getur maður haft skoðanir og deilt með öðru fólki úr samfélaginu, meira svona það sem snertir mál líðandi stundar... ekki satt? en svo er hin þá meira svona til gamans gerð. æj ég ætla bara að halda það.... heheh þá er ég ekki að velta mér meira upp úr því. En mikið er samt gaman að lesa sum bloggin hér, lenti á síðu áðan hjá ónafngreindri manneskju, en gaman að lesa skriftir hennar, hún er að segja frá dætrum sínum 2 og allt í þeirra daglega amstri og ég þó ekki nema 22 ára hafði svo gaman að því, hvað þær eru að gera, námið, daglegt líf... móðir þeirra er skemmtilegur penni, einnig fann ég það út að hún er að gefa út bók, veit ekki hvernig en á pottþétt eftir að láta senda mér hana til kanarý þegar hún kemur út, en vá taladi um það KANARÝ, ekki nema 20 dagar í brottför og þá hefst nýr kafli ílífi mínur, en þá hef ég störf sem fararstjóri fram í apríl en þá flyt ég heim aftur og fer aftur að fljúga.... get eiginlega ekki beðið eftir að fara að fljúga aftur, æðislegt að fá að vera í vinnu sem manni líður vel í og blómstrar, það gefur manni svo mikið.
held ég sé alveg að standa mig ágætlega í 40Þúsund fetunum. en á eftir að fíla mig vel í fararstjóranum, oh þetta er allt svo spennandi, maður á að þakka fyrir allt sem maður hefur, og ég ekki nema 21 í dag en 22 ára eftir 23 daga, og búinn að fá að upplifa svo margt, vel lifaður(ekki þá í þeirrimerkingu) heldur búinn að búa erlendis, læra nytt tungumál, nýja menningasiði, kynnast fólki frá öðrum löndum með aðra trú og allt aðra líffsýn og já bara svo mikið. Rosalega er það þroskandi að prufa svona nýja hluti, maður er betri og þroskaðri einstakligur í þjóðfélaginu eftir svona ævintýri eða það finnst mér allavegana. Búinn að vera að vinna ´núna í 4 ár í ferðaþjónustu og það bæði á sjó í snælduvitlausum veðrum og svo í 40.000 fetum, svo gaman:) en jæja kl orðin núll hundað og sex, 01:06 og ég er að fara á sjó í fyrramálið.
fariði vel hvort með annað og muniði að virðing er undirstaða góðrar vináttu og svo margs annars.

jólin á næsta leyti, ekki fara ykkur af voða í stressinu sem bera að höndum næstu vikunar kæru samlandar

kveðja ég sjálfur í öllu mínu veldi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband