Lífið í Jeddah-Sádí Arabíu

Lífið í Sádí Arabíu!

 

Jæja kæru vinir og vandamenn, nær og fjær.

Þá er komið að fyrsta blogginu frá Sádi...

Núna er rúm vika síðan við komum hingað niðureftir og marg hefur verið brallað á þeim tíma, það var ekki fyrr en í gær sem fyrsta flugið okkar byrjaði en fram að þeim tíma voru flugmálayfirvöld hér í Jeddha að yfirfara vélarnar okkar og fá fyrir þær ,,arabískt flugrekstrarleyfi" en það er komið og ekkert eftir nema að byrja fyrstu Hajj flugin, síðustu 5 daga hef ég verið á standby en í dag er síðasti standby dagurinn svo kemur 2ja daga frí, þá daga skal nýtt í hið ýtrasta að vera á ströndinni sem er í 40 mín akstri frá Holiday inn Al Salam hótelinu sem við búum á.

Síðan kemur flugtörn en það er 3,4,5,6 nóvember þá fer ég til Algeria ( Alsír ) í afríku og þar eru alltaf næturstopp ( en það eru 24 tíma stopp) svo við höfum góðan tíma til þess að skoða okkur um og þessháttar, svo koma flugin hver á fætur öðrum á hina ýmsustu staði veraldarinnar, en þó er það aðallega Afríka, Saudi Arabia og Egyptaland.

 

Ferðalagið hófst allt í Keflavík að morgni 17 okt 2009 þegar við ,,fallegi" hópurinn fórum til London Gawick, þar vorum við í eina nótt og síðan var flogið til JED (Jeddah) og höfum við verið síðustu dagana að koma okkur fyrir og venjast lífinu hér.

Lífið hér er skrítið, ekki það sem við eigum að venjast á okkar fagra landi.

Það hefur verið smá svona hvað skal maður kalla ,,hnökrar" fyrir kvennpeninginn, en þær eru skikkaðar til þess að klæðast svokölluðum ABAYUM, en það er ekki ósvipað og nunnudress, allar al-huldar frá toppi til táa... en það er svona að venjast um þessar mundir. Þær mega ekki nota sundlaugina á hóteli né líkasræktarsalinn..... svo það var svona fyrst til að byrja með stór skeifa á þeim flestum... en það hefur nú rofað til að mestu.

 

Hér er búið að vera mikill hiti eða svona um rúmar 40 gráður á daginn og svona 33-35 stig á kvöldin ( sem er ljúft get ég sagt ykkur).

 

Ég og Ormundur skelltu okkur niður í bæ og keyptum okkur ,,fermingarkjóla hvíta", viskastykki og viftureimar, svona eins og ekta arabar eru í.... mjög svo flott outfit á þessu öllu saman, svo fylgdu hinir íslensku drengirnir á eftir og erum við nú allir komnir í þetta....vorum einmitt í gærkveldi allir saman í ,,dressunum" okkar og vöktum mikla lukku;) ég fékk einn innfæddan araba til að kenna mér að nota viskastykkið og troða viftureimini rétt á kollinn.. held að bretarnir séu hálf abbó út í okkur... heheheheh

 

Í síðustu viku skelltum við okkur nokkur saman í Air Atlanta partý á compundinn þeirra sem heitir assam og er rétt við flugvöllinn hér í borg, það var heljar stuð á okkur og gaman að sameinast aðeins með þeim....

 

Í síðast liðinni viku tókst mér einnig að fara smá á kostum hér á herberginu mínu, en það var fyrsta daginn er ég var að koma mér fyrir, skellti öllu úr töskunum og setti í skápa, fann ég ekki þessa dýryndis fallegu mottu liggjandi í einni hillunni, og að því sem ég best fann út þá var þetta falleg rauð baðmotta.... henni var kyrfilega komið fyrir á baðgólfinu með hinni mestu ánægju......... EN.........STÖLDRUM NÚ AÐEINS VIÐ........ hún var svo sannarlega ekki ,,BAÐMOTTA" heldur bænamotta..... svo henni var pent pakkað saman og komið fyrir aftur inní skáp og ,,MANUALLINN" (mín orð yfir arabísktutestamentin) eða hvað það nú heitir alltsaman var einnig komið þar vel fyrir og fá þau að dúsa saman þar á meðan ég dvel hér í arabalandi........

 

Svo erum við búin að fara nokkrar ferðir í súkkið sem er miðbærinn hér í Jeddah og er hann svona eins og gott ,,slum" gettó..... en vá hvað ég er að fíla það í botn.... bara gaman, prútt og þessháttar stemning.

 

Hér fara fram 5 bænastundir á dag..... eða að því sem ég best veit... kannski ekki vaknað við öll bænaköllin, þá er öllu lokað og fara allir að biðja og kyssa mottur!!!!

Mjög spes, en engu að síður mjög spennadi að sjá.

 

Svo fer að styttast í útskrifina mína en hún verður 19. des frá FÍV, þegar Arna systir fer og sækir stúdentsskýrteinið mitt, þar sem ég verð enn hér í Sádí, svo það verður gaman að útskrifast héðan frá Jeddah, er svona að gæla við að halda smá útskriftaveislu hérna og bjóða samstarfsfólki og vinum í smá teiti;).....

 

Læt þetta duga að sinni, verið góð hvert við annað og farið varlega.

 

Ykkar pílagrími,

Palli


Kafna úr bloggleysi...

vá ég er að kafna úr bloggleysi.... hvað gera menn þá!!!!

eruði að djóka!!

er þetta djók, svo fær barnaperrinn þarna rúman 2 ára dóm.... er þetta ekki full langt gengið í þessu réttarkefi á þessu landi, hvað er á milli eyrnanna áþessu liðið, látum barnaperra fá smá dóma... það eru þeir sem að eiga aðvera lokaðir inni 4 goooood....

 

 


mbl.is Þorsteinn fékk níu ára dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

frábært framtak, Maja on a Budget!!!

mikið er þetta frábært framtak hjá Iceland Express.... þeir eiga heiður skilið að vera alltaf framúrskarndi og með gott viðmót til fólks;)

fyrir þá sem að geta og vilja halda áfram að ferðast...

mæli með að fólk skoði maja on a budget á youtube.com eða inn á síðu fyrirtækisins www.icelandexpress.is og sjái hvernig það á að ferðast ódýrt (lifa ódýrt í útlöndum)

http://www.youtube.com/results?search_type=search_playlists&search_query=maja+on+a+budget

 

 


mbl.is Iceland Express með útsölu á flugmiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

öryggið er fyrir mestu..

frábært framtak hjá þeimað athuga með skipið okkar, það er jú forgangsatriði að skipið okkar sé öruggt... að mínu mati er það öruggt. ég hef á mínum 5 árum á Herjólfi ALDREI fundið fyrir hræðslu um borð, treysti fleytinu til að koma mér heilum heim eftir mína vinnudaga, og einnig þegar að ég ferðast með honum...... oft hefur maður lent í aftakaveðrum og aldrei komið sú stund eða hugsun um að þetta eigi eftir að enda eitthvað illa, treysti mönnunum sem að standa vaktina í brúnni fullkomlega til þess að stýra því heilu til hafnar. En svo er komin upp sú staða að það er verið að fara fram á upplýsingar um ástand þess.... þetta er frábært að það skuli vera gert auðvitað er skipið orðið gamalt, kom til eyja um hvítasunnuna '92....

vonum bara að það komi allt gott úr þessu ástandstékki sem að verður vonandi gert sem fyrst;)

 

 siglum heil.

 


mbl.is Spyrjast fyrir um ástand Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kanaríeyjar, 30% fækkun....

já þá er maður kominn heim enn eina ferðina.... og lífið að hefjast aftur við Íslenskar aðstæður.. leggsta bara vel í mig, er viss um að þetta ár verið frábært ár;) efast það ekki eina sek....

kominn á fullt í skólanum og það sama á við i vinnunni,

mikið hefur ástanið hér á íslandi mikil áhrif annarstaðar en bara hér á klakanum, var aðkoma frá kanarí á þriðjudaginn og var svolítið skrítið að vera að vinna út núna... undir eðlilegum kringumstæðum erum við með um 2200 farþega á okkar snærum en þessi jólin vorum við einungis með 350 farþega;( rólegt var yfir mannskapnum og fólk mikið að spara og spá í verðlagi þessa stundina og var grant fylgst með gengi íslensku krónunnar,

þetta hefur í för með sér gríðalega fækkun fólks og er talið að á Kanaríeyjum sé um 30% fækkun túristma en þá ekki bara íslendinga heldur í heildina...

ástanið á meginlandi spánar er að sigla inn í sama vanda og við Íslendingar og er ekki langt að bíða að þetta verði orðið sambærilegt og hér, atvinnuástandið þar er að vera skelfilegt og ef eitthvað er þá verra en hér, en þess má geta að það er nú mun fleirri íbúar þar en hér, en bara í september voru 80.000 nýskráningar á atvinnuleysisskrá.

svo kom að því sem að manni grunaði en óraði samt ekki fyrir, maður hélt alltaf í veiku vonina, síðastliðinn sunnudag þá opna ég visi.is seinnipart dags, var reyndar búinn að frétta af seinkuninni á Tenerife þegar að þetta á sér stað en taldi vera eðlilega seinkun að ræða. Ferðaskrifstofa Íslands á barmi gjaldþrots...... vá fékk nú smá í magan og sá fyrir mér annað ævintýri eins og þegar að ég var að vinna á costa del sol í haust þegar að flugfélagið Futura fór á hausinn...... margt flaug þá í gegnum kollinn og fyrsta var hvað geri ég nú.... fyrirtækið að fara í gjaldþrot og ég með fulla vél heim næsta dag.... hverjar eru mínar skilur og þess háttar... en ekki kom annað til greina en að vinna úr hlutunum eins og hægt væri..... síðan tók smá bið við og hugsanirnar mögnuðust, hvað gerir Páll á Kanarí eyjum núna....... hmmmmm. auðvitað reddast þetta einhverveginn, vissi svosem að það væri vél að koma að heiman daginn eftir og var búinn að kynna mér þetta hvernig ferlið er þegar að svona á sér stað, ( gerði það þegar að Futura fór á hausinn).... síðan stuttu seinna kemur yfirlýsing um að það sé kominn fjársterkur aðili að rekstri ferðaskrifstofunnar..... og hverjir haldiði að það hafi verið...... jú besta fyrirtæki í heimi, Iceland Express........ ég var svo glaður að þetta reddaðist alltsaman og að Express hafi keypt þetta... það tryggir áframhaldandi rekstur og ég veit að þetta á eftir að blómstra svo vel um ókomna tíð, þó að hart sé í bökum akkúrat núna en þetta á eftir að lagast og ég veti það miða við það sem ég þekki til Express þá eiga þeir eftir að gera svo góða hluti... enda gerir Iceland Express svo góða hluti...ég hef fulla trú á Express enda besti vinnustaður sem að ég hef unnið hjá....

svo bíður maður bara eftir þvi að komast aftur í háloftin og halda áfram að gera góða hluti fyrir fyrirtækið sitt;)

verum góð hvert við annað, þá verður allt svo miklu auðveldara:)

Palli

 b1b24d2285d8ab404bb018ee8685716d_300x225


nýjárskveðja frá kanaríeyjum

sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðilegt ár kæru vinir til sjávar og sveita......megi nýja árið verða ykkur enn betra en það síðasta, við göngum saman inn í nýtt ár, ár tækifæranna.

  feliz ano nuevo amigos..

kveðja úr sólinni á Kanaríeyjum;)

 

 

 


Allt breytt, nýjir tímar.......

jæja það er nú komið langt síðan síðast......

já það hefur margt breyst frá því síðast... lífið tók stakkaskiptum, byrjunarreiturinn endurtók sig....

ég skaust til Kanarí í þarsíðustu viku til að líta á ástandið sem að hefur hertekið okkur íslendinga, og heimsbyggðina alla. Það var svo dýrt að fara út þ.e.a.s. vegna gengisins að ég varla þorði að draga andann.

ýmislegt hefur hækkað úti í takt við ástandið, og er mjög óhentugt fyrir mig að vera úti í vetur þar sem að ég fæ mín laun borguð út hér á íslandi og þarf síðan að breyta þeim yfir í evrur, þegar að ég flutti fyrst til spánar árið 2006 til að stunda nám við spænsku þá var evran 73, síðan þegar að ég flutti til Kanarí í fyrravetur þá var hún komin í 86, nokkuð gott verð á henni þá, þá var maður líka hálaunaður úti. Þegar að ég kom síðan heim í apríl á þessu ári þá var blessunin komin í 130, og þá fannst manni hún svaka há og maður var farinn að finna mun á útgjöldum, síðan fór ég að vinna á costa del sol í haust og þá var hún svona um 130 þegar að ég fór út og var eitthvað í rúmum 150 þegar að eg kom heim, þegar að ég fót út um daginn þá var hún komin í 176, svakaleg breyting á skömmum tíma.

en það hefur nú verið ákveðið að ég muni bara vinna úti frá miðjum des fram í janúar, og er ég mjög leiður yfir því, en svona er þetta það er samdráttur sem að er óhjákvæmilegur, var svo sem búinn að búa mig undir þetta. Farþegafjöldin hjá okkur er að fara úr 800 manns á viku niður í svona kannski 100, sem að er gríðarlega mikil munur frá því sem áður var, en vonandi er þetta tímabundið og lagast þegar að gengið hefur sigið og allt kemst á réttan kjöl.

En ég mun vera á Herjólfi í vetur, og er ég voða ánægður að vera kominn aftur á heimaslóð eftir smá pásu frá honum, en ég ,,hætti" þar þegar að ég fór út en þá hafði ég verið að sigla og fljúga til skiptis og var það mjög röff á köflum en óendanlega gaman líka, þegar að maður var að lenda um 4 eða 5 á nóttu eftir löng sólarlandaflug, og jafnvel búinn að fara hálfan heiminn og svo beint á sjóinn, stundum var maður ekki alveg með á nótunum og eitt skiptið þá var ég að koma úr Tyrklandsflugi og svo á ég að mæta kl 11 í þorlákshöfn til að fara að vinna á Herjólfi, ég legg af stað að heiman rúmlega 10 þann morguninn, lenti rúmlega 4 þá nótt, ég legg af stað og þegar að ég er kominn hjá Álverinu í straumsvík þá fatta ég að ég er svo ekki á réttri leið ég átti að vera á leið til Þorlákshafnar en ekki til Keflavíkur... hahahah smá tæknileg mistök en það kom ekki á sök og var ég kominn á réttum tíma í Þolló.... En síðan hætti ég já eins og ég sagði á Jólfinum og fór út að vinna við fararstjórnun.
en hef verið meira og minna að leysa af á Herjólfi þennan tíma sem ég var ,,hættur" þar.

en finnst voða gaman að vera kominn aftur og hitta allt frábæra fólkið sem að ég er að vinna með þarna og hitta gömlu góðu farþegana mína.

Finnst líka svo gaman að vera í þessum störfum mínum, mörgum sinnum er ég að lenda í því að vera búinn að sigla með fólk, fljúga með fólk og svo að vera fararstjórinn þeirra.

Hitti einmitt Rúnu og Henna Heildsala á Kanarí um daginn og vorum við að hlæja af því að ég sigldi með þau í fyrra til Þolló, morguninn eftir þá var ég að vinna á fluginu þeirra til Las Palmas á Kanaríeyjum, en þetta hefur gerst óteljandi sinnum, og fyndnasta var atviku um borð í Herjólfi þegar að ég hafði verið að fljúga köben deginum áður með konu en daginn eftir er ég mættur í herjólf, hún stendur heillengi og horfir á mig í teríjunni og spyr mig svo hvort að ég eigi tvíburabróður, ég horfi og hana og hlæ nei ég var að fljúga með þig í gær, hún varð svo hissa og vissi ekki alveg hvernig þetta væri hægt...... heheheheh bara gaman að þessu....

en læt þetta duga í bili.
var að koma af sjónnum og það er skóli í fyrramálið en er að klára smá gamlar syndir og leggja lokahönd á stúdentinn og undirbúa mig fyrir háskólanámið sem ég er að hugsa um að fara í.

kveðja á ykkur öll, og verið góð hvert við annað.

Kominn heim í smá tíma!!!

jæja þá er maður kominn á klakann um tíma, en það er rúm vika síðan að ég steig á íslenska grund í snjó og frosti..... slæmt það!!! en fór beint að vinna á ST. Ola sem að hefur verið að leysa Herjólf af, en Herjólfu mun koma í nótt, hef ákveðið að vera að leysa af þar núna þar til að ég fer út aftur, en á einmitt að mæta í nótt þegar að skipið kemur til að græja það fyrir áætlun í fyrramálið, sigli svo allan morgun daginn og fimmtudag, svo helgarfrí....

 annars er voða lítið að frétta nema kreppa, og svoldið KALT... er að venjast þessu.......


Bílslys hér á Costa Del Sol!

í gær lentu íslendingar í umferðarslysi hér, ekki var um mína farþega að ræða en eftir skoðun á spítala var þeim hleypt heim á hótel, klippa þurfti einn úr flakinu, eitthvað var um skrámur en ekki um alvarlega áverka að ræða, sá sem að keyrði á leigurbílinn þeirra var erlendur ferðamaður sem var dauðadrukkinn og var á 100 kílómetra hraða á bílaleigu bíl, en hann var á meira en 2 földum hámarkshraða, en hann var tekinn úr umferð og settur í fangelsi. mikil mildi að ekki fór verr, en bílarnir voru mjög mikið skemmdir ef ekki ónýtir. 

í dag var skíta veður, eða rigning og rokm vaknaði um 5 í morgun vegna ,,veðurs" en hér eru húsin ekki með sama styrk og heima, einnig bý ég nánast í öldunum á ströndinni og var mikið um öldugang....

en veðrið er mun skárra núna og ætla ég að fara á Feríjuna sem er hérna, mikið um húllum hæ.

 

ekki var það meira í bili kæru vinir, 

Blessuð sé minning þín Hrafnhildur Lilja.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband